VELKOMIN!
Í fréttum er þetta helst........
My URL: http://come.to/example
I got it for free at http://come.to
Glöggt er gests augað! Keen is the eye of guest. (skaupið ´82)
Skrifa í eða skoða nýja gestamentið.
(Skoðaðu gamla gestamentið)
27. janúar 2004
Það eru breyttir tímar eins og stendur víst í bókinni góðu, þ.e. símaskránni.
Við höfum fært síðuna okkar og því verður þessi ekki lengur uppfærð. Nýja slóðin er http://bornin.fridamaria.com (eða
http://www.bornin.fridamaria.com)
Sjáumst þar!
26. janúar 2004
GLEÐILEGT ÁR!!
Engar myndir í þetta sinn þar sem plássið á heimasíðunni er næstum uppurið. Líklega verður myndum skellt inn á Fríðusíðu í framtíðinni.
26. desember 2003
GLEÐILEG JÓL!!
Við gáfum okkur smá tíma til að taka þessar myndir en annars hefur fjölskyldan verið mjög upptekin við að háma í sig veislumat og sælgæti, nema kannski Þorgeir Atli sem er að safna fleiri tönnum. Nú er hann kominn með tvær í neðri góm og ein er að brjótast út í efri góm. Til þess að styrkja þær finnst honum gott að naga ýmislegt og er sófaborðið í þó nokkru uppáhaldi.
Mynd 1
Mynd 2
01. desember 2003
Tíminn líður hratt, á morgun verður Þorgeir Atli 9 mánaða!
Í tilefni af fullveldisdeginum eru hér nokkrar myndir:
Híhíhí.
Skemmtilegast að standa.
Sunneva Líf og Guðlaug.
Í baði.
Úr baði.
Slökun.
18. nóvember 2003
Það er ekkert lítið sem Þorgeir Atli fær af kúlum á hausinn þessa dagana. Um síðustu helgi fór sá litli nefnilega að standa á eigin fótum, ef svo má segja. Jafnvægisskynið svíkur hann þó stundum en hann lærir þetta víst ekki öðruvísi.
Knúsi knús.
Þorgeir Atli alltaf í stuði!
Sunneva Líf í prinsessuleik einu sinni sem oftar!
14. nóvember 2003
Þá er strákurinn farinn að skríða. Fer reyndar ekki hratt yfir en samhæfing handa og fóta verður þó betri með hverjum degi. Þessu fylgir svo endurskipulagning á heimilinu því það er svooo gaman að tæta og stinga upp í sig öllu sem hönd á festir.
Fyrsta tönnin er einnig komin í ljós en sem betur fer hefur það ekki truflað nætursvefninn mikið, a.m.k. hingað til.
Sunneva Líf hefur verið á fimleikanámskeiði síðan í haust og gengur vel. Alltaf gaman að sprikla svolítið og þetta er eitthvað sem allir krakkar ættu að prófa.
Nú svo er auðvitað allt fæðingarorlof búið og alvaran tekin við. Til allrar lukku eiga krakkarnir tvær frábærar ömmur (smjaður, smjaður) sem vilja ólmar passa þegar þannig stendur á.
Reyni að skella inn myndum fljótlega.
11. september 2003
Þorgeir Atli lærði fljótlega að velta sér aftur á bakið eftir að æfingar hófust. Nú er hann hins vegar búinn að gleyma því aftur, liggur stöðugt á maganum og spriklar út í loftið líkt og hann ætli sér að synda áfram. Sennilega hefur ungbarnasundið haft einhver áhrif á þetta.
Hér eru nokkrar myndir.
Nauthólsvík: Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Með Maríu vinkonu: Mynd 4
Náttfatagengið: Mynd 5
5 ára afmæli Sunnevu Lífar: Mynd 6
Mynd 7(Rósa, Emma, Guðlaug, Sunneva Líf, Birta, Ísold og Hlynur)
12. ágúst 2003
Ekkert bólar á tönn hjá Þorgeiri Atla enda er hann upptekinn við annað.
Hann ákvað nefnilega í sumarfríinu (þann 17. júlí kl. 14:23 GMT) að byrja að velta sér yfir á magann. Síðan þá er hann búinn að fullkomna tæknina og sveiflar sér nú yfir eins og ekkert C. Í gær slysaðist hann svo til að velta sér tilbaka yfir á bakið en það var eiginlega alveg óvart. Æfingar eru þó hafnar undir styrkri handleiðslu þjálfara sem hafa getað velt sér fram og aftur í næstum þrjá áratugi.
Sunneva Líf er byrjuð aftur í leikskólanum, nú á elstu deildinni enda alveg að verða 5 ára. Hún getur samt ekki beðið eftir því að verða stærri og athugar daglega hvort framtennurnar fari nú ekki að losna bráðum!
Heyrðu kall, hvert erum við að fara?
Tveir vinir og annar í fýlu!
Hmmmm, ætti ég að velta mér yfir núna?
Kátur lítill kútur.
Sunneva Líf og Guðlaug vinkona borða hlaup.
3. júlí 2003
Í gær varð Þorgeir Atli 4 mánaða en hann stækkaði nú ekki mikið við það. Þó virðist honum klæja mikið í gómnum um þessar mundir og kannski styttist í fyrstu tönnina. Annars er langt sumarfrí framundan sem hefst með ferð suður í sólina, nánar tiltekið til Vestmannaeyja.
30. júní 2003
Myndir af Sunnevu Líf á leikskólanum:
Mynd1
Mynd2
Mynd3
18. júní 2003
Hér er brandari eftir Sunnevu Líf og vinkonu hennar. Hann endaði síðan í smásögu enda ímyndunaraflið á fullu. Alli hafði varla undan við að skrifa niður og því er þetta svona í belg og biðu með tilheyrandi villum.
Og hitt málið á dagskrá. Allt gott að frétta, allir dafna vel og stækka hratt (nema Alli & Fríða :)
Hér er svo Þorgeir Atli í pössun hjá Önnu Lísu föðursystur.
Mynd1
Mynd2
30. apríl 2003
Nú kallast hann ekki lengur Lilli, Lillemann, Dúddi, Júníor, Svelgur, Grettir eða Grímur. Nei, nú heitir hann Þorgeir Atli.
Skírn fór fram í gær, 29. apríl, heima hjá ömmu og afa í Skerjó. Í gær átti einnig amma Ester afmæli og hélt hún á Þorgeiri Atla undir skírn. Var hann bara nokkuð rólegur og dundaði sér við að tæta í sundur blóm sem nælt hafði verið í skírnarkjólinn.
Þónokkur mannfjöldi var á svæðinu en allt fór vel fram og var lítið um ölvun og óspektir að sögn lögreglu.
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
22. apríl 2003
Hér eru frændsystkinin Sunneva Líf, Baldvin, Anna Lóa og Þorbergur Þór.
Alltaf að borða ís.
Systkinin með langafa Hilmi og langömmu Öldu úr Vestmannaeyjum.
Upp með hendur.
Lilli 2 vikna með vinum sínum Einari Birni (5 vikna) og Ölfu (3 mánaða).
Fjórir ættliðir.
Góð saman.
You talkin´ to me?!
Gaman, gaman.
Annars er lítið að frétta. Sá litli sefur ennþá vel og drekkur mikið, Fríða framleiðir ofan í hann eins og verðlaunakýr úr Stafholtstungum, Sunneva Líf er lítið abbó út í litla bróður og Alli uhhh..., ja hann sefur líka vel.
Það styttist þó í skírn og 245 dagar eru til jóla.
19. apríl 2003
Þá er lilli alveg að verða 7 vikna og ekki enn farinn að ganga. Gefum honum nokkra daga í viðbót til að ná þessu. :)
Hér eru svo myndir sem voru teknar fyrir tveimur vikum.
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Brosmynd
Sunneva Líf með Línu langsokk og aðrar uppáhaldsdúkkur.
02. apríl 2003
Alli fékk lánaða stafræna myndavél og fretaði út og suður.
Þannig að hér eru myndir og fleiri eru á leiðinni, vonandi fyrr en síðar. Myndgæðin eru eitthvað misjöfn, það tekur jú smá tíma að læra á svona græju. :)
Mynd 1
Mynd 2
Sunneva Líf í kisuleik.
1. apríl 2003 (ekki aprílgabb)
Það er aldeilis, bara orðinn hérumbil mánaðargamall! Tíminn flýgur og bráðum duga "Pampers New Born" bleyjurnar ekki lengur. :)
Af því tilefni tók lilli upp á því að brosa enda aldrei of seint að byrja eða þannig. Brosið hafði reyndar verið að brjótast út smám saman í litlum skömmtum en nú er það orðið officielt, hann kann að brosa.
Myndir væntanlegar von bráðar.
16. mars 2003
Jæja, þá er Junior orðinn tveggja vikna gamall og dafnar vel.
Hann drekkur eins og atvinnumjólkurþambari og sefur vel á nóttinni, semsagt alveg til háborinnar fyrirmyndar. Reyndar er hann fullduglegur við að skila mjólkinni aftur upp úr sér og gerist það stundum af miklum krafti. Minnir það jafnvel á atriði úr The Exorcist! En hann þyngist vel og er það merki um að hann fái nóga næringu þrátt fyrir allar spýjurnar.
Síðast þegar Liverpool spilaði á sunnudegi vannst glæstur sigur. Í dag spila strákarnir okkar á móti Sog-Skinkum (tottenham) og er sigur algjört möst. Sendum öll jákvæða strauma út til strákanna og samtaka nú!
08. mars 2003
Aðeins meira af spítalanum og fyrstu dögunum heima.
Sunneva Líf slappar af á spítalanum.
Með mömmu í Hreiðrinu.
Kominn heim með pabba.
Fyrsta myndin af Sunnevu Líf með litla bróður í fanginu.
Mjallhvít á öskudaginn með Lillemann.
Systkinin kúra.
04. mars 2003
Hér eru nokkrar myndir til að svala forvitninni.
Bumbumynd
Lillemann mældur í bak og fyrir.
Slakað á eftir púl og puð.
Stolt stóra systir!
03. mars 2003
Við viljum þakka öllum kærlega fyrir þær hamingjuóskir sem yfir okkur hefur rignt!
(Já, og gleðilegan bolludag)
Það var ótrúleg upplifun að fara í gegnum venjulega fæðingu því þrátt fyrir nálastungur, mænudeyfingu og hláturgas stefndi allt í keisaraskurð. Svo loks skotgekk þetta og fengum við góðan tíma til að ná okkur niður aftur. Sunneva Líf kom svo í heimsókn og leist svaka vel á litla bróður. Síðan fengum við að vera yfir nótt í Hreiðrinu svokallaða sem var rosalega þægilegt. Rólegt umhverfi, enginn að flýta sér og pabbinn fær að vera allan tímann með móður og barni. Þar vorum við svo allan daginn í dag og fórum síðan heim eftir kvöldmat enda allir hressir og kátir.
Eflaust hafa einhverjir haldið að dagurinn í dag væri skemmtilegri fæðingardagur hvað varðar dagsetningu (03.03.03) en við stefndum aldrei á það. Ónei, það var sko löngu planað að fyrsta barn myndi fæðast þann fyrsta (sept.) og annað barn myndi fæðast þann annan (mars). Svo er bara að vanda sig ef þriðja barni verður hleypt af (eggja)stokkunum.
Og annað sem gerði gærdaginn einnig skemmtilegan var að hið stórgóða lið Liverpool hafði betur gegn Maruud snakkinu í úrslitum Worthington bikarsins. Maður leiksins var Dudek nokkur og því hefur verið stungið upp á því að kalla Lillemann Dúdda héreftir. Sú uppástunga er í nefnd.
02. mars 2003
DRENGUR ER FÆDDUR!
Kl. 18:10 í kvöld fæddist drengur, 14,5 merkur (3635 gr.), 51 cm., vel hærður og þrælmyndarlegur. Hríðir stóðu "aðeins" yfir í um 22 klst. og um fjögurleytið leit út fyrir að drengur yrði keisari þar sem útvíkkun var lítil. Þá gaf Fríða allt sem hún átti í þetta og komst sá litli ekki upp með neitt múður. Um fimmleytið var síðan allt tilbúið fyrir lokaátökin, engin miskunn hér á ferð. :) Þegar svo loks sást í kollinn mátti lesa útúr svip hans þau fleygu orð "út vil ek".
Fylgist með, myndir ættu að koma í næstu viku. Og ekki gleyma gestabókinni! :)
25. febrúar 2003
Þar sem engar myndir af Sunnevu Líf hafa verið settar inn síðan í sept. 2000 þá er hér tilraun til að brúa bilið.
Myndir 2002:
Ballettdraumar!
Afmælisbarnið 4 ára.
Í leikskólanum með Sollu stirðu og Höllu hrekkjusvíni.
Í Færeyjum: Sofandi í bíl og að leika við hundinn Sússí.
Stjörf af ánægju með uppáhalds jólagjöfina sína!
Að flytja leikrit með vinkonu sinni, Emmu Ljósbrá.
24. febrúar 2003
Jæja, þá fer að bresta á með nýjum erfingja og í tilefni af því skal síðan endurreist. Ekkert hefur verið uppfært í næstum 2 1/2 ár. Skamm, skamm!
Verða brátt settar inn nýjar myndir og fær Sunneva Líf að sjálfsögðu áfram sitt pláss eins og verið hefur.
Annars eru fréttir helstar þær að samkvæmt útreikningum ætti Fríða að fæða í dag. Hún fór hins vegar í skoðun og mældist blóðþrýstingur lægri en áður. Fríða er einnig óstundvís og lætur okkur örugglega bíða aðeins lengur. :)
Hér að neðan eru tenglar yfir á gömlu síðurnar hennar Sunnevu Lífar.
Árið 2000
Árið 1999
Árið 1998
Sendu okkur endilega póst
Þú ert gestur nr.:
síðan 28. ágúst 1998